Lög EVS

Stofnsamþykkt Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélags Íslands

1. gr. Nafn

Félagið heitir Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands. Með skammstöfunina EVS.

2. gr. Heimili

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjanesbæ.

3. gr. Tilgangur

Tilgangur félagsins er:

  • Að efla þekkingu á sviði viðhaldsstjórnunar í samstarfi við menntastofnanir, hagsmunaaðila svo og færustu aðila, innlendra sem erlendra.
  • Að veita vettvang til skoðanaskipta og aðgang að upplýsingum er varða málefni viðhaldsstjórnunar. 
  • Að meta mögulega aðild að og/eða samvinnu við félög á borð við EFNMS (European Federation of National Maintenance Societies) og SMRP (Society for Maintenance & Reliability Professionals).
  • Að skoða til lengri tíma þann möguleika að votta færni viðhaldsstjórnunar aðila á Íslandi samkvæmt evrópskum og alþjóðlegum stöðlum.

4. gr. Leið að því að ná tilgangi félagsins

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að:

  • Vinna að aukinni þekkingu á sviði viðhaldsstjórnunar í samstarfi við menntastofnanir, hagsmunaaðila svo og færustu aðila, innlendra sem erlendra.
  • Fylgjst með störfum annara félaga á borð við EFNMS (European Federation of National Maintenance Societies) og SMRP (Society for Maintenance & Reliability Professionals) og annarra álíka félagasamtaka.
  • Votta færni viðhaldsstjórnunar aðila fyrirtækja á Íslandi samkvæmt evrópskum og alþjóðlegum stöðlum.
  • Veita vettvang til skoðanaskipta og aðgang að upplýsingum er varða málefni viðhaldsstjórnunar. 

5. gr. Stofnfélagar

Stofnfélagar eru:

  • Bjarni Ellert Ísleifsson, Grænás 1b, 260 Reykjanesbæ, k.t.:170472-5009
  • Elvar Gottskálksson, Álftatjörn 1, 260 Reykjanesbæ, k.t.: 220263-7549
  • Gaukur Garðarsson, Heiðahjalli 21, 200 Kópavogi, k.t.: 191174-4969
  • Guðmundur Jón Bjarnason, Þórsvöllum 7, 230 Reykjanesbæ, k.t.: 241267-3349
  • Ásmundur Jónsson, Hjarðarhaga 50, 107 Reykjavík, k.t.: 220862-2919
  • Þrándur Rögnvaldsson, Þingási 27, 110 Reykjavík, k.t.: 310854-3289
  • Ólafur Arnar Friðriksson, Vallholti 11, 300 Akranes, k.t.: 270777-5039
  • Lýður Skúlason, Laxakvísl 31, 110 Reykjavík, k.t.: 230669-4149
  • Jóhann F. Helgason, Brekkugerði 7, 730 Fjarðabyggð, k.t.: 280563-3749 

6. gr. Félagsaðild

Aðild að FVSI er opin öllum bæði fyrirtækjum og einstaklingum.

7. gr. Stjórn

Stjórn félagsins skal skipuð 5-7 félagsmönnum þ.e. formanni og 4-6 meðstjórnendum. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn en meðstjórnendur eru kosnir á hverjum aðalfundi.

Stjórnarfund skal boða með dagskrá og viku fyrirvara. Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnarmanna sækir fund. Afl atkvæða ræður afgreiðslu mála. Verði atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns úrslitum. Halda skal fundargerð um stjórnarfund. Stjórnarfundir skulu haldnir a.m.k. á 6 mánaða fresti. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir. Firmaritun félagsins er í höndum formanns. 

8. gr. Starfstímabil

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur á aðalfundi. Aðalfund skal tilkynna félagsmönnum með a.m.k. 2 vikna fyrirvara. 

Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:

  1. Stjórn félagsins skal skýra frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári.
  2. Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur félagsins fyrir liðið starfsár skulu lagðir fram ásamt athugasemdum endurskoðenda félagsins til samþykktar.
  3. Stjórn félagsins skal kjörin samkvæmt 7. grein og endurskoðendur. Framboð til stjórnarsetu berist stjórn félagsins a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund. 
  4. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem eru borin upp eigi síðar en 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund. 

9. gr. Árgjöld og styrktarleiðir

Stjórn félagsins tekur ákvörðun um atriði er þetta varðar á stjórnarfundum. 

10. gr. Rekstrarafgangur

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til áframhaldandi uppbyggingar félagsins í samræmi við ákvarðanir á stjórnarfundum og tilgang félagsins.

11. gr. Slit félagsins

Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi með einföldum meirihluta og renna eignir þess til félags sem samkvæmt mati stjórnar er þess verðugt. 

12. gr. Fjárhagsleg skuldbinding

Hvorki stjórn félagsins né starfsmenn hafa heimild að skuldbinda félagið á nokkurn hátt umfram fjárhagslega getu þess á hverjum tíma. 

13. gr. Breytingar á samþykktum félagsins

Samþykktum þessum má breyta á lögmætum aðalfundi eða aukafundi með 2/3 hlutum greiddra atkvæða félagsaðila. Um aukafund gilda sömu reglur og aðalfund samkvæmt 8. grein. 

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi félagsins þann 10.04.2019

Ekki missa af neinu

Skráðu þig á póstlista EVS til að fá upplýsingar um viðburði og fréttir af málefnum eigna- og viðhaldsstjórnunar.

Hafa samband

Eigna- og
viðhaldsstjórnunarfélag
Íslands

590209-1710

Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbær

contact@evs.is

Sendu okkur línu