Ítarefni
Hér á síðunni er að finna gagnlegar upplýsingar um málefni eigna- og viðhaldsstjórnun.
Gagnlegir upplýsingar
Viðhaldsstaðlar
Tækninefnd CEN/TC319 vinnur að mótun og samræmingu evrópskra staðla á sviði viðhaldsstjórnunar, með það að markmiði að styðja við skilvirkni, öryggi og sjálfbærni í starfsemi fyrirtækja. Í ritinu The CEN TC319 Map of Standards er dregin upp yfirsýn yfir helstu staðla sem tengjast viðhaldsstjórn, flokkun þeirra og notagildi. Smelltu hér til að kynna þér efnið nánar og sjá hvernig þessir staðlar geta stutt þína starfsemi.
Neðangreindir staðlar hafa verið þýddir á íslensku í samstarfi EVS og Staðlaráðs:
- ISO 55000 Eignastjórnun – Yfirlit meginreglur og hugtakanotkun
- ISO 55001 Eignastjórnun – Stjórnunarkerfi – Kröfur
- ÍST EN 13306 – 2017 Viðhald – Hugtakanotkun viðhalds
Verið er að leggja lokahönd á þýðingu á ÍST EN 17007 Viðhaldsferli og tiheyrandi vísar, og er stefnt á útgáfu á vormánuðum 2025
Hægt er að nálgast alla útgefna staðla inn á staðlabúð Staðlaráðs Íslands
GloMe – Handbók viðhaldsmælikvarða
Þegar borið er saman frammistaða í viðhaldi og tiltækileika búnaðar er nauðsynlegt að geta stuðst við skilgreinda vísa sem studdir eru af skilgreiningum í opinberum stöðlum.
GloMe er skjal sem var unnið í samstarfi sérfræðinga í viðhaldi og áreiðanleika frá EFNMS European Federation of National Maintenance Societies vzw og SMRP Society for Maintenance & Reliability Professionals. Markmiðið er að bera saman Vísa sem hafa verið skilgreindir í EN 15341:2019 Evrópu megin og SMRP Best Practices Metrics í norður Amreíku. Skjalið er mjög gagnlegt fyrir þá sem eru að vinna með vísa til að fylgjast með frammistöðu í viðhald og tiltækileika búnaðar.
Skjalið er til sölu á vefsíðu EFNMS og kostar 40 EUR til þeirra sem eru félagar í EFNMS.
Hægt er að nálagt nánari upplýsingar á vefsíðu EFNMS – GloMe
Viðhaldsstjórnunarfélög og samtök
EFNMS - European Federation of National Maintenance Societies vzw
EFNMS eru samtök viðhaldsstjórnunarfélaga í Evrópu. EVS hefur verið fullgildur meðlimur í samtökunum frá október 2019.
GFMAM - Global Forum on Maintenance and Asset Management
Alþjóðleg samtök um eigna- og viðhaldsstjórnun. EFNMS eru aðilar að GFMAM.
WPiAM - World Partners in Asset Management
WPiAM er alþjóðlegt samstarf sem var stofnað seint á árinu 2014. Það samanstendur af þjóðlegum fagfélögum sem starfa án hagnaðarsjónarmiða og vinna saman að því að gera einstaklingum og stofnunum kleift að þróa, meta og viðurkenna hæfni í eignaumsýslu – með hagsmuni félagsmanna sinna og alþjóðlegs samfélags eignaumsýslu að leiðarljósi.
IAM - The Institute of Asset Managment
Alþjóðleg samtök viðhalds- og reiðanleika. Samtökin eru starfrækt frá Bretlandi.
SMRP - Society for Maintenance & Reliability Professionals
Samtök viðhalds- og reiðanleika í Bandaríkjunum. Samtökin halda utan um CMRP vottunina (Certified Maintenance and Reliability Professional). Þessi próf hafa verið haldin nokkrum sinnum á Íslandi og eru nokkrir aðilar með þessa vottun.
Ekki missa af neinu
Skráðu þig á póstlista EVS til að fá upplýsingar um viðburði og fréttir af málefnum eigna- og viðhaldsstjórnunar.
Hafa samband
Eigna- og
viðhaldsstjórnunarfélag
Íslands
590209-1710
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbær
contact@evs.is